29 Ára í sjötta skiptið

Þá er að líða að þessu, að ég verði 29 ára í sjötta skiptið, ég held að ég fari yfir twenty something á næsta ári og verði loksins thirty something, enda kominn tími til segja sumir, sérstaklega þar sem að ég er fæddur 8. nóvemer árið 1972.  Það besta við þetta er hvað ég lít fáranlega vel út, reyndar aðeins kominn úr æfingu núna eftir mjög svo erfitt ár en ég næ þessu auka sem að hefur sest á magann á mér um leið og ég byrja að vinna, það eru svo miklar göngur í þessu að þetta á eftir að renna af mér eins og smjör og verð ég þá aftur kominn með maga eins og tvítugur drengur.

Ég hef ekki drukkið í rétt yfir eitt ár núna og hef svolítið verið að spá í því, hvað er svona spennandi við að vera alltaf fullur og að gera sig að fífli, ég tek það fram að ég fór ekki í meðferð heldur hætti bara og mér líður bara mjög vel með það og finn ekki fyrir löngun til að detta í það, fann reyndar mikla löngun til að fara út um seinustu helgi og fór en það var alveg ömurlegt og var ég kominn heim um tvö eftir að hafa keyrt á milli staða.  Held að það verði alla veganna hátt í ár áður en að mig langar að kíkja svona út aftur þannig að þetta var gott að sjá hverju maður var að missa af, nákvæmlega engu.

Mig er farið að hlakka óstjórnlega til 20. nóvember þegar ég byrja að vinna aftur í hótelbransanum og það hérna heima á Íslandi í fyrsta skiptið á minni ævi.  Held að ég geti brillerað með mína reynslu ef að ég geri þetta rétt og vandlega, það er nefnilega mjög auðvelt að klúðra ef að maður ætlar að spila sig einhvern snilling, sem að ég náttúrulega er, en það þarf að læra á hótelið fyrst og svo skoða hvað er hægt að bæta og vinna hægt og bítandi.

Alltaf gaman að eiga afmæli og pæla í hlutum.

 

Kveðja,

Bjarni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Gunnólfsson
Bjarni Gunnólfsson
Gáfumaður með reynslu

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband