Ákvarðanir

Þá er komið að einni stórri ákvörðun í viðbót við þetta stutta líf sem að við höfum.

Ég þarf að ákveða hvort að ég taki atvinnutilboði frá Kaliforníu eða bíði og vonist til að ég fái gott tilboð frá hóteli hérna heima sem að ég á í viðræðum við núna.

Ef að ég tek tilboðinu frá Kaliforníu þá þarf öll fjölskyldan að flytjast en ég myndi fara strax, og fjölskyldan kæmi ekki fyrr en í júní vegna skóla hjá öllum nema mér.  Það er stórt mál að fara þarna því að þetta er í 2500 metra hæð yfir sjávarmáli sem að þýðir að maður þyrfti að venjast loftinu þar sem að er mikið þynnra, þetta er skíðasvæði og það er um 3ja tíma akstur til strandarinnar, sama og ef að maður færi með börnin til Disneyland þá er það um þriggja tíma akstur frá svæðinu.  Hitt er hérna heima en það er ekkert ákveðið og þeir gætu skellt launamiða á um 200 þús. sem að er ekki nóg fyrir það sem að ég kann, atvinnutilboðið frá Kalí er 55000$ á ári sem er tæpar 4 milljónir miðað við núverandi gengi að auki yrðu bónusar og að auki þá er rætt um að ég fengi 30 daga viðveru og þá yrði rætt aftur um launin, þeir eru mjög ákafir í því að fá mig út og vilja að ég verði kominn eftir 7-10 daga, þetta hljómar eins og gott tækifæri en það er ekki allt gull sem glóir. Kostir eru yfir 300 sólardagar á ári þokkaleg laun með möguleikum á hærri launum með góðri frammistöðu, kostir fyrir börnin, læra aðra menningu( eins og hérna bara meira amerískt), læra tungumálið snemma, læra að aðlagast breyttum aðstæðum.  Ókostir eru langt frá fjölskyldu og eins og er get ég ekki séð mikið af öðrum ókostum.

Ef ég bíð eftir hinu hótelinu sem að er hérna heima þá gæti ekkert komið út úr því, gætu boðið laun sem að eru ekki sambærileg, kostir eru nálægð við fjölskyldu.

Allir sem að lesa þetta eru vinsamlegast beðnir um að kommenta og láta vita hvað þeir myndu gera í minni stöðu og það sem fyrst þar sem að ég þarf að ákveða mig helst í gær.

Takk fyrir lesninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Út með þig.. Og helduru að þý gætir ekki ráðið mig síðan?? ;) Kv. Polly

Polly° (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Gunnólfsson
Bjarni Gunnólfsson
Gáfumaður með reynslu

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 171

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband