Jólin eru að koma

Þá er farið að líða að jólum.  Ég og konan fórum í Bónus í dag og keyptum fullt af gosi þar sem að það var á tilboði, keyptum einnig fyrir foreldra mína og tengdó appelsínkippur og voru þau himinlifandi enda kostaði kippan ekki nema 588 krónur af tveggja lítra. Var gaman að koma með þetta til þeirra þar sem að þau bjuggust alls ekki við þessu og gaman var að sjá svipinn á þeim þegar við komum með þetta.  Mér leið inn í mér eins og litlu barni um jólin, hitnaði inn í mér og leið mjög vel, langt síðan ég hef fengið þessa tilfinningu, einnig gerir snjórinn það að verkum að það er eins og jól.  Alltaf gaman að geta gert hluti fyrir aðra og látið manni sjálfum líða vel í leiðinni.  Höfum því miður ekki haft mikið af tækifærum til þess seinasta ár þar sem að þetta var erfiðasta ár sem að ég hef lifað og óska ekki einu sinni mínum versta óvini þess að hann upplifi þetta ár eins og ég.  En eins og frægur maður sagði, það sem drepur mann ekki, styrkir mann og hef ég haft þetta að leiðarljósi í lengri tíma en ég sjálfur vissi og tók ekki eftir því fyrr en að ég eins og Bubbi vinur minn sagði mætti djöflinum og tók í höndina á honum og hann sá að það var ekki pláss fyrir mig þar neðra og sendi mig upp aftur til að halda áfram, hve mikið ég hef haft þetta að leiðarljósi í lífinu.

Ég ætla að koma sterkari til leiks núna en ég hef nokkurn tíma  verið og sýna mig og sanna í nýju vinnunni þegar hún byrjar og gera þetta að besta hóteli landsins með tíð og tíma, þannig sýni ég kunnáttu mína á þessu sem að ég lærði og get orðið að einum besta hótelstjóra fyrr og síðar sem um getur í sögunni.  Þá fyrst verður ritað um mig bækur og kannski gert kvikmyndir um líf mitt, sérstaklega þar sem ég hef lifað áhugaverðara lífi en t.d. Wayne Rooney sem að aðeins 21s árs hefur gert bókasamning um líf sitt og þarf að fara að gera eitthvað áhugaverðara en að æfa fótbolta og riðlast á gömlum hórum til að geta gefið frá sér áhugaverða bók um líf sitt til þessa, gaman væri ef að hann myndi lenda í einhverjum "alvöru" vandamálum eins og venjulegt fólk lendir í, t.d. fjárhagsvandræðum, heilsufarsvandamálum og svo framvegis.  Alla veganna ætla ég ekki að vera að öfundast meira út í hann því að hann er besti fótboltamaður heims um þessar mundir og á bara eftir að verða betri með besta þjálfara í heimi og í besta félagsliði heims.  En það gerir þetta samt bara heimskt. 

Vildi óska þess að ég væri að fara á Rockstar tónleikana en það verður að bíða betri tíma að sinni.

 

Kveðja 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bjarni Gunnólfsson
Bjarni Gunnólfsson
Gáfumaður með reynslu

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 227

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband